3.9.2007 | 22:56
Íranskt trúnađarskjal afhjúpar ţá stefnu ađ meina bahá'íum í Íran ađ stunda háskólanám
NEW YORK, 27. ágúst 2007 (BWNS) Alţjóđasamfélagi bahá'ía hefur borist afrit af trúnađarbréfi frá ráđuneyti vísinda, rannsókna og tćknimála í Íran ţar sem háskólum í Íran er fyrirskipađ ađ víkja úr skóla öllum stúdentum ef í ljós kemur ađ ţeir eru bahá'íar.
Bréfiđ afsannar nýlegar yfirlýsingar íranskra stjórnarerindreka sem segja ađ bahá'í stúdentar séu ekki beittir neinu misrétti ţrátt fyrir ţá stađreynd ađ meira en helmingi bahá'í háskólastúdenta, sem voru skráđir til náms haustiđ 2006, var vikiđ úr námi og skóla á háskólaárinu 2006 2007.
Ţetta síđasta skjal sem kveđur skýrt á um ađ bahá'í stúdentum skuli vikiđ úr háskólanámi ţegar í ljós kemur ađ ţeir eru bahá'íar, sýnir svo ekki verđur um villst ađ stjórnvöld í Íran halda til streitu ţeim ásetningi sínum ađ meina alfariđ írönskum bahá'íum ađ afla sér menntunar, ţvert ofan í ţađ sem ţau segja viđ umheiminn," segir frú Bani Dugal, ađalfulltrúi Alţjóđasamfélags bahá'ía hjá Sameinuđu ţjóđunum.
Bréfiđ afhjúpar undirferli íranskra stjórnvalda í ţeirri áköfu viđleitni sinni ađ fá menn til ađ halda ađ ţau brjóti ekki gegn ţeim alţjóđlega viđurkenndu réttindum ađ allir fái ađ afla sér menntunar og ţetta gera írönsk stjórnvöld á sama tíma og ţau eru ađ hrinda í framkvćmd leynilegum langtímaáćtlunum sem miđa ađ ţví ađ koma í veg fyrir ađ bahá'íar geti aflađ sér háskólamenntunar.
Ţessir nýlegu atburđir ćttu ađ vekja athygli ţeirra sem láta sér annt um mannréttindi á ađ ţeir 300.000 bahá'íar sem eru í Íran standa andspćnis mikilli ógn; til viđbótar koma frásagnir af efnahagslegu og líkamlegu áreiti sem bahá'íar á öllum aldri í öllum héröđum landsins hafa orđiđ fyrir," segir frú Bani Dugal.
Og ţađ er ekki einungis bahá'íum sem er vikiđ úr skóla, heldur einnig öđrum stúdentum sem er ţá vísađ úr skóla samkvćmt tilskipunum sem gerir ţá ađ skotspćni laganna á algjörlega óásćttanlegum forsendum; ţar á međal eru konur sem ţurfa ađ ţola gróf mannréttindabrot ţegar óréttlátum lögum um ađskilnađ er beitt gegn ţeim, og önnur fórnarlömb óréttlćtis í ţessu landi. Ţetta fólk er í ţörf fyrir alţjóđlega vernd, segir frú Bani Dugal enn fremur. http://news.bahai.org/story/575